Markmiðasetning í fjármálum

Athugið, námskeiðið er enn aðgengilegt í námskeiðakerfinu til 31. Mars!

 

Inngangur og kynning á námskeiði

Námskeiðið tekur þú á þínum hraða og eftir þeirri dagskrá sem hentar þér best. Kennslustundirnar eru sjö talsins og í lok hverrar kennslustundar bíða þín spennandi og skemmtileg verkefni sem eiga alls ekki að taka þig langan tíma.  Þú þarft hins vegar að ljúka við hvert verkefni  áður en þú ferð yfir í næstu kennslustund. Við munum nefnilega vinna okkur áfram og byggja á þeirri vinnu sem við höfum farið í fyrri kennslustund. Í lok kennslustundar 6 tekur svo við vikulangt verkefni. Það er því raunhæft að gera ráð fyrir að námskeiðið muni taka þig í heildina 2 vikur. Þú getur þó auðvitað tekið þessar kennslustundir hraðar. Til dæmis getur þú unnið þig í gegnum kennslustund 1-5 á einum degi ef þú vilt! Allt fer þetta eftir því hvað hentar þér best. Mundu bara að eftir kennslustund 6 tekur við verkefni sem stendur yfir í viku.   

Þú munt fá heimaverkefni með hverri kennslustund sem þú þarft að leysa. Engar áhyggjur þetta eru skemmtileg og áhugaverð verkefni og eiga alls ekki að taka þig of langan tíma! Þau eru hins vegar mikilvægur þáttur í námskeiðinu og þú þarft að gera hvert verkefni áður en þú færir þig yfir á næstu kennslustund. Þau eru gerð til þess að fá þig til að byggja upp skýra sýn hvað það er sem skiptir þig raunverulega máli og hverjar áherslur þú vilt að verði í fjármálum þínum.   

Hluti af námskeiðinu felur í sér að skrá niður öll útgjöld í heila viku. Til þess notum við bókina Fundið fé njóttu ferðalagsins. Ef þú átt ekki bókina, engar áhyggjur, með námskeiðinu muntu fá síðurnar úr bókinni sem þú þarft til að halda utan um alla skráningu.   

Ég mæli líka með að þú fylgir Fundið fé á Instagram (instragram.com/fundid_fe). Þar kemur reglulega inn ýmis konar fróðleikur og hvatning til að halda þér við efnið og peppa þig áfram á námskeiðinu.  

 

Kennslustund 1 - staðan á þínu fjárhagslega ferðalagi 

 Vertu velkomin/n/ð á fyrsta dag námskeiðsins.   

Eins og kom fram í kynningarpóstinum sem þú fékkst í upphafi þá munt þú hefja þinn fyrsta dag á því að meta stöðuna á þínu fjárhagslega ferðalagi.  

Ég líki þessu nefnilega við ferðalag því við erum sífellt að leita leiða til að bæta okkur, komast á betri stað í fjármálum og finna út hvernig við getum farið betur með peningana okkar. Markmiðin okkar kunna að vera ólík en þau eru þau sömu að því leyti að við erum að leita að einhvers konar breytingu á venjum og bæta okkur að einhverju leyti.  Í þessari kennslustund munt þú því skoða hvar þú stendur.  

Njóttu ferðalagsins framundan! 

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

 

Kennslustund 2 - Hvað skiptir þig mestu máli 

Við erum alls ekki öll á leiðinni á sama áfangastað. 

Við erum ólík sem einstaklingar og því er eðlilegt að forgangsröðun okkar sé líka ólík. Það sum kunna að þrá að gera eða eignast heillar ekki endilega næsta mann.  Við erum nefnilega ekki með sömu forgangsröðun og áherslur okkar ekki allar eins. Við erum nefnilega ekki með sömu fjárhagslegu markmið.   

Í þessari kennslustund ræðum við um fjárhagsleg markmið og verkefni dagsins snýst akkúrat um það.   

Góða skemmtun og gangi þér vel!  

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

Kennslustund 3 – Stilltu upp aðgerðaráætlun fyrir þitt fjárhagslega markmið 

Síðast ræddum við um markmiðasetningu. 

Þú hefur núna valið þér þrjú markmið sem þig langar að stefna að. Næsta skref er að byggja upp aðgerðaráætlun. Með kennslustundinni fylgja blöð sem þú átt að  fylla út. Þar átt þú að stilla upp þínum þremur markmiðum (eitt blað fyrir hvert markmið) og ákveða hvernig þú ætlar að ná þeim út frá þeim atriðum sem ég tala um í kennslustundinni hér fyrir ofan. 

Fyrst skaltu horfa á kennslustundina sem mun hjálpa þér við að fylla út blöðin með þínum fjárhagslegu markmiðum,Þú færð einnig útfyllt blað í dæmaskyni til þess að hjálpa þér að fylla út þitt eigið.   

Góða skemmtun og gangi þér vel!   

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

 

 

Kennslustund 4 - Að sjá fyrir sér sitt fjárhagslega markmið - Vision board 

 Síðast ræddum ég um mikilvægi þess að setja sér mælanleg markmið.  

Það getur reynst erfitt sérstaklega í samfélagi þar sem allir vilja eignast hlutina sína strax að halda sig á áætlun sem maður hefur sett sér. Það er því mikilvægt að setja markmiðin sín á blað og útbúa svo í framhaldinu svokallað vision board.  

Í þessari kennslustund mun ég fjalla stuttlega um vision board og þitt verkefni í dag er að útbúa eitt slíkt í kringum þín fjárhagslegu markmið. 

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

 

 

Kennslustund 5 - Að breyta hugarfarinu og setja sér góðar venjur  

Til þess að ná okkar fjárhagslegu markmiðum þarf að hafa rétt hugarfar og setja sér góðar venjur því þær geta skipt sköpum á okkar fjárhagslega ferðalagi.  

Í þessari kennslustund ætlar þú að skilgreina þínar góðu venjur og setja þér möntru. 

Ég mun líka segja þér stuttlega frá því hvernig ég nýtti öll þau ráð og aðferðir sem hafa komið fram á þessu námskeiði á mínu fjárhagslega ferðalagi. 

Gangi þér vel og góða skemmtun! 

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

 

 

Kennslustund 6 - látum reyna á plönin okkar 

Nú er komið að því að taka alla þá þekkingu og vinnu sem þú hefur lagt í síðast liðna daga við að setja þér markmið og gera vision board og sjá hvernig þér gengur.   

Hluti af því er að halda utan um öll útgjöldin þín. Því ef þú eyðir um of þá áttu ekki pening til þess að setja í þín fjárhagslegu markmið.  Ef þú átt að ná þeim þarftu að vera með plan og áætla í upphafi mánaðar hve mikið stendur eftir af launum þínum eftir að þú hefur greitt alla reikninga og önnur reglubundin útgjöld. Í framhaldinu þarftu að gera þér áætlun hvernig þú ætlar að ráðstafa þessum pening og láta hann duga fyrir þig út mánuðinn.   

Til þess að þjálfa þig í að halda þig við fjárhagslegu markmið þín ætlar þú að skrifa niður öll útgjöld þín í heila viku og fylgjast þannig vel með í hvað peningarnir þínir fara. Það er ekki nóg að fara inn á heimabankann og skoða útgjöldin þar. Þú þarft að setjast niður með útgjöldunum þín og meta hvort þessi útgjöld séu í samræmi við þín fjárhagslegu markmið og hvort það sé rými til að bæta sig.  

Þú notar blaðið hér að neðan til þess að skrá þetta allt saman niður.  

****Athugið að þar sem námskeiðið er ekki lengur í sérstöku námskeiðaforriti vera ekki sendir tölvupóstar sem kemur fram í kennslustundinni****  

Gangi þér vel og góða skemmtun! 

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

 

Kennslustund 7 - Njóttu ferðalagsins 

***Þú þarft að hafa lokið verkefni í kennslustund 6 til að hefja kennslustund 7***  

Vonandi gekk liðin vika vel hjá þér.   

Þegar þú hefur lokið síðasta degi skráningar  ferðu yfir þau útgjöld sem þú hefur eytt í á eyðublaðinu sem fylgir með þessari kennslustund.  

Nú tekur saman hvernig vikan gekk hjá þér og  hvað þú hefur eitt miklu í hvern flokk fyrir sig, t.d. hversu mikið fór í mat, hversu mikið  þú eyddir í skyndibita o.s.frv. Hvernig þótti þér ganga? Hvað gekk verr? Hvað gekk vel? Hér skipir heiðarleiki máli því þú þarft ekki að svara fyrir neinum nema þér.   

Eftir skráningu í heila viku er gott að horfast í augu við venjur sem þú ert ekki í sátt  með eða finna atriði sem betur má fara. Ekki gleyma því samt að klappa þér á bakið fyrir það sem vel er gert. Eru þau í samræmi við þín fjárhagsleg markmið. Gefðu þér endurgjöf fyrir vikuna með því að lita inn í stjörnurnar sem eru neðst á síðunni.  

Nú skaltu máta þig aftur við þína stöðu á þínu fjárhagslega ferðalagi. Hvar telur þú þig vera? Ertu á sama stað og í upphafi? Eða hefur þú fikrað þig áfram? Mundu samt að þetta er maraþon en ekki sprettur. Og það er með góðu venjurnar og þína styrkleika að vopni sem mun tryggja það að þú náir þínum fjárhagslegu markmiðum.  

Jæja, þá er þínu ferðalagi á þessu námskeiði lokið. Það þýðir ekki að þínu ferðalagi sé lokið, í raun er það rétt að hefjast. Þú ert komin/n/ð með öll tól til þess að sjá markmiðið þitt verða að veruleika og veist hvað þú þarft að gera til þess að ná þeim. 

Góða skemmtun á þínu fjárhagslega ferðalagi! 

myndband og námsgögn bætast við 1. mars 2024 

 

.