Ertu með drauma sem þig langar að láta verða að veruleika? Hefur þú viljað setja þér markmið í fjármálum en ekki vitað hvar þú átt að byrja eða hvernig þú berð þig að?
Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Hvað muntu gera á námskeiðinu?
- Námskeiðið inniheldur sjö stuttar kennslustundir og sex verkefni.
- Á námskeiðinu munt þú fara í sjálfsskoðun um hvert þig langar að stefna með þín fjármál, ákveða hvað það er sem skiptir mestu máli og hvaða fjárhagslegum markmiðum þú ætlar að setja í forgang.
- Auk þess muntu fá ýmsar góðar ráðleggingar og aðferðir hvernig þú setur þér góðar venjur og heldur þig við efnið á þínu fjárhaglega ferðalagi. Samhliða ferðu hægt og rólega að taka ákvarðanir um innkaup og útgjöld í samræmi við þínar áherslur og forgangsröðun og finna fé sem þú taldir þig ekki eiga.
- Námskeiðið er í formi myndbanda og tölvupósta auk verkefna sem þú þarft að leysa. Engar áhyggjur þetta eru skemmtileg og áhugaverð verkefni og eiga ekki að taka þig of langan tíma! Þessi verkefni eru gerð til að fá þig til að byggja upp skýra sýn hvað það er sem skiptir þig raunverulega máli og hverjar þínar áherslur eru i í fjármálum.
- Þetta námskeið kann að vera styrkhæft af hálfu stéttarfélaga en það fer eftir reglum hvers og eins félags hvort svo er. Hafðu samband við stéttarfélag þitt til að fá frekari upplýsingar hvort það taki þátt í kostnaði við þetta námskeið.
Þú getur byrjað námskeiðið hvar og hvenær sem er, allt eftir því sem hentar þér best!