60 dagar eftir af árinu: Þitt fjárhagslega skipulag fyrir árið 2024 hefst núna

60 dagar eftir af árinu: Þitt fjárhagslega skipulag fyrir árið 2024 hefst núna

Við erum að nálgast enn ein áramótin! 1. nóvember er runninn upp og eftir standa  síðustu 60 dagar ársins 2023. Framundan er árstíð gleði, gjafa og veislna, og þó að það sé freistandi að hunsa fjármálin yfir hátíðarnar, þá er það líka fullkominn tími til að byrja að skipuleggja það sem framundan er.

Hvers vegna núna?
Síðustu tveir mánuðir ársins geta verið fjárhagslega krefjandi. Allt frá svörtum föstudegi til gamlárskvölds stendur þú frammi fyrir fjölmörgum freistingum og ástæðum til að gera vel við sig. Það gæti virst sérstakt, en þessi tími er í raun kjörinn tími til að meta fjárhagslega stöðu þína. Með því að setja þér fjárhagsleg markmið núna gefur þú þér nægan tíma til að vera með allt tilbúið og hausinn rétt stilltann þegar 1. janúar rennur upp.

Að setja fjárhagsleg markmið fyrir árið 2024
Stefnir þú á að vera skuldlaus? Ertu að leita að því að borga niður húsnæðislánið þitt? Viltu stofna varasjóð, eða kannski spara fyrir draumaferðinni sem þig hefur alltaf langað í?

Hvert sem þitt fjárhagslega markmið er, þá er mikilvægt að hefja undirbúning núna. Það kemur þér á óvart hversu miklu er hægt að afreka á 60 dögum. Í grunninn þarftu að skoða tekjur þínar og gjöld, ígrunda forgangsröðun þína og finna svæði þar sem hægt er að gera breytingar og setja þér fjárhagslegt markmið sem þú ætlar að stefna að á nýju ári. Með því að skoða fjármál þín og samræma þau markmiðum þínum, leggur þú grunninn að farsælu ári 2024.

Námskeiðið "Markmiðasetning í fjármálum"
Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig á að byrja eða þarft skipulagða áætlun, þá mæli ég eindregið með að þú skráir þig á rafræna námskeiðið "Markmiðasetning í fjármálum". Þetta námskeið er hannað til að leiðbeina þér skref fyrir skref í gegnum ferlið við að stilla upp og setja þér fjárhagslegt markmið í samræmi við þína forgangsröðun og þínar áherslur.

Með því að taka þátt í þessu námskeiði eru þannig skrefi á undan. Á þessum tíma fram að nýju ári muntu þannig hafa á bak við eyrað þessi fjárhagslegu markmið og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þú tekur um kaup og eyðslu. Þú hefur þannig um leið hafið undirbúning fyrir verkefnið sem framundan er! 


Ekki bíða - byrjaðu núna!
Næstu 60 dagar munu koma og fara, alveg saman hver staðan þín er á þínu fjárhagslega ferðalagi. En ef þú nýtir þennnan tíma vel, eingöngu með því að gefa þér nokkrar mínútur á dag, gætirðu fagnað nýju ári vitandi að þú átt traust plan og skýr markmið tilbúið fyrir nýtt ár.

Láttu þessa 60 daga telja. Kíktu á netnámskeiðið "Markmiðasetning í fjármálum" og taktu fyrstu skrefin í fjárhagslegu ferðalagi þínu í átt að farsælu ári 2024.

Taktu þessa 60 dögum opnum örmum. Þetta er ekki niðurtalning í nýtt ár heldur flugbraut í átt að þínu fjárhagslega ferðalagi sem mun hefjast 2024 - með skýrum fjárhagslegum markmiðum. Taktu flugið strax í dag!

 

 

Aftur á bloggið