Að setja sér mælanleg markmið

Að setja sér mælanleg markmið

Fjárhagsleg markmið eru eitt það mikilvægasta sem við getum sett okkur. Þau hjálpa okkur að ákveða hvaða takmarki við viljum ná í lífinu og hvernig við ætlum að ná þeim. Þótt það sé ekki alltaf auðvelt að skilgreina nákvæmlega hvaða markmið við viljum ná, er það alltaf gott að hafa ákveðin fjárhagsleg markmið sem við viljum ná.

Að setja sér mælanleg fjárhagsleg markmið getur hjálpað okkur að fylgjast með árangri okkar. Þegar við skiptum markmiðunum niður í mælanlega hluta, getum við greint á milli þegar vel gengur og þegar það gengur ekki svo vel. Bókin hjálpar ykkur að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem gerði það að verkum að ekki tókst að leggja fyrir í þeim mánuði.

Til dæmis, ef markmiðið okkar er að spara fyrir einhvrerjum hlut, hvort sem það er gasgrill eða bíll, getum við skipt markmiðinu niður í mælanlega hluta. Við getum set markmið um að spara ákveðna upphæð á hverjum mánuði eða þess vegna í hverri viku. 

Til þess að hjálpa ykkur við verkefnið er hér blað sem hægt er að prenta út og nota til þess að fylla inn í í hvert sinn sem takmarkinu er náð.  Það eina sem þú þarft að gera er að ákveða hversu mikið þú ætlar að spara, og hvert er virði veskisins. 

Þegar búið er að teikna inn í öll veskin er takmarkinu náð! Endilega prentaðu út eintak og settu þér fjárhagslegt markmið!

Aftur á bloggið