Leiðin að eyðslulausum febrúar: innkaupalisti og skipulag

Leiðin að eyðslulausum febrúar: innkaupalisti og skipulag

Ef þú ert að lesa þessa færslu þá ertu að öllum líkindum að taka þátt, eða hið minnsta að velta fyrir þér að taka þátt í eyðslulausum febrúar. Mig langar að deila með ykkur reynslu minni af því að taka þátt í áskoruninni, en þetta er í sjöunda skipti sem ég tek þátt.  

Regl­urn­ar í eyðslu­laus­um fe­brú­ar eru ein­fald­ar. Það á ekki að kaupa neinn óþarfa held­ur á að halda sig við nauðsynja­vör­ur, gera mat­arlista með áætl­un hversu mikið verður eytt – og standa við áætl­un­ina. Af því að við erum í föstu þá eru baka­rís- og skyndi­bita­heim­sókn­ir ekki leyfðar held­ur er allt keypt úr mat­vöru­búð. Skipt­ir þar engu þó þú eig­ir af­gang af áætl­un­inni þinni. Sama gild­ir um inn­leggsnót­ur og gjafa­bréf, það á ekki að nota þau þar sem til­gang­ur­inn er að „det­ox-a“ alla eyðslu sem er ekki mik­il­væg. Þú skil­grein­ir hvaða út­gjöld eru nauðsyn­leg, en út­gjöld eins og mat­ur, lyf- og lækn­is­kostnaður myndi að sjálf­sögðu falla und­ir nauðsynj­ar. Þú munt finna í byrj­un næsta mánaðar breyt­ing­ar og þú njóta þess bet­ur þegar þú pant­ar þér næst kaffi­bolla á kaffi­húsi.

Markmiðið með þessari áskorun er að draga úr óþarfa eyðslu, sérstaklega hvað varðar matarinnkaup. Ég reyni að skipuleggja máltíðir mínar betur, geri innkaupalista, og held mig við hann. Ég nota til þess innkaupalista sem ég hef útbúið. Þetta skjal hjálpar mér við að hafa yfirsýn yfir það sem þegar er til í matarskápunum og tryggir að ég noti það sem ég á til áður en ég bæti við inn í skápana. Innkaupalistinn er flokkaður eftir matartegundum - þurrvara, ávextir, mjólkurvara, og fleira - til að auðvelda innkaupin og gera þau hraðari.

Eitt af því sem ég lærði strax við að hefjast handa við þessa áskorun var mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvað maður er með heima í eldhússkápunum. Það kemur á óvart hversu auðvelt það er að gleyma sem maður hefur þegar keypt og gleymist innst inn í skápum eða frystinum. Með því að skrá niður hvað er til og hvað þarf að nota upp getum við minnkað sóun og jafnframt sparað peninga.

Það getur sannarlega verið áskorun að kaupa eingöngu nauðsynjar og sleppa öllu óþarfa, sérstaklega í upphafi. Hins vegar hefur reynslan verið afar gefandi og ég hvet öll til að prófa. 

Ef þú vilt taka þátt í þessari áskorun eða bara fá hugmyndir um hvernig þú getur skipulagt matarinnkaupin þín, þá mæli ég með því að byrja á því að nota innkaupalistann sem ég hef búið til. Þú getur nálgast hann hér

Að taka þátt í "Eyðslulaus Febrúar" er frábær leið til að endurmeta neysluvenjur sínar og gera breytingar sem geta haft jákvæð áhrif á bæði fjárhag og umhverfi. Með því að fylgja einföldum skrefum eins og að gera innkaupalista, skipuleggja matseðil, og nýta það sem þegar er til í matarskápunum, er hægt að gera stórar breytingar á því hvernig við kaupum inn og neytum matar.

Ég hvet ykkur til að taka þátt með mér í þessari áskorun.

Til að fá frekari upplýsingar um hvað eyðslulaus Febrúar felur í sér og hvernig þú getur tekið þátt, skaltu heimsækja Fundið fé á Instagram. Þar finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft til að hefjast handa og gera Febrúar að mánuði sparnaðar og eyðsluleysis

Aftur á bloggið