Það eru ýmsar leiðir færa við að greiða niður skuldir. Snjóboltaaðferðin (debt snowball method) er aðferð, sem getur hjálpað við að ná fjárhagslegu frelsi og er einföld leið þó að það krefjist þrautseigju og úthalds að styðjast við þessa aðferð.
Með réttum tólum og aðferðum getur hver sem er breytt fjárhagsstöðu sinni til hins betra. En hvernig getu snjóboltaaðferðin hjálpað við að greiða niður skuldir?
Hvað er Snjóboltaaðferðin?
Snjóboltaaðferðin er aðferð sem felur í sér að þú greiðir niður minnstu skuldina þína fyrst, á meðan þú greiðir allar aðrar fjárhagslegu skuldbingar og afborganir á meðan. Þegar þessi minnsta skuld er að fullu greidd þá nýtir þú þann pening sem fór í minnsta lánið í að greiða niður næstu minnstu skuldina og svo framvegis.
Þessi aðferð skapar jákvæðan spírall sem má líkja við snjóbolta sem rúllar niður brekku og stækkar.
Af hverju virkar þessi aðferð?
- Hún er einföld: Að einbeita sér að einni skuld í einu gerir verkefnið viðráðanlegt, minnkar kvíða og eykur líkur á að halda sig við áætlun.
- Þú sérð árangur á skömmum tíma: Smærri skuldir eru yfirleitt greiddar hratt, og veitir hvatningu til að halda áfram.
- Sálfræðilegur hvati: Að sjá skuldir hverfa ein af annarri veitir er valdeflandi. Það styrkir trúna á að fjárhagslegt frelsi sé raunhæfur möguleiki.
En hvernig byrjar þú?
- Skráðu allar skuldirnar þínar: Frá minnstu upp í þá stærstu, án tillits til vaxtaprósentu.
- Gerðu þér fjárhagsáætlun: Settu þér áætlun miðað við þínar tekjur og útgjöld og reiknaðu út hversu mikið þú getur greitt á hverjum mánuði í átt að skuldaniðurgreiðslu.
- Greiddu aukalega inn á minnstu skuldina: Þetta gerir þú samkvæmt áætlun sem þú hefur sett þér.
- Endurtaktu ferlið: Eftir því sem hver skuld er greidd, beinir þú fjármunum í næstu skuld.
Það er aldrei of seint að taka fyrsta skrefið í átt að betri fjárhagslegri framtíð. Með snjóboltaaðferðinni og stuðningi og hvatningu frá Fundið Fé, ert þú vel á veg kominn að njóta ferðalagsins í átt að fjárhagsfrelsi. Byrjaðu núna!