Þú stendur skrefi framar með reglulegri skráningu útgjalda!

Þú stendur skrefi framar með reglulegri skráningu útgjalda!

Þegar jólahátíðin nálgast koma jólasveinarnir þrettán til byggða, og er eftirvæntingin mikil. Á instagram síðunni hjá Fundið fé munu jólasveinarnir koma með fjárhagslegar hugleiðingar á hverjum degi fram að jólum.

Sá fyrsti í röðinni er Stekkjastaur og í þetta sinn flytur hann meira en gjafir í skóinn. Hann kemur með þá hugleiðingu sem felur í sér að hlúa og huga að að fjármálunum sem er gott að minna sig á, enda tími þar sem mikið er um útgjöld og eyðslu.

Skilaboð Stekkjastaurs eru að fylgjast með þínum daglegum útgjöldum. Eins og sjá má á instagram færslu þá minnir hann á mikilvægi þess að vera meðvituð um okkar daglegu útgjöld.

Af hverju skiptir máli að fylgjast með útgjöldum og innkaupum?
Með því að fylgjast með daglegum útgjöldum okkar fáum við innsýn í eyðsluvenjur okkar, tökum eftir eyðslu sem við getum skorið niður eða dregið úr, og tökum upplýstari ákvarðanir um hvernig við notum peningana okkar. Þetta er ekki síður mikilvægt í aðdraganda jólanna, þegar útgjöld geta fljótt farið úr böndunum. Eru þetta nauðsynjar, skemmtun eða kannski jólaútgjöld? Skráðu niður útgjöld dagsins, alveg sama hversu stór eða smá þau eru. Veltu fyrir þér hvað gekk vel og hvort rými sé til að gera betgur með þín innkaup. Bókin Fundið fé, njóttu ferðalagsins hjálpar þer að halda utan um þín fjármál. 

Fylgstu með fjárhagslegu hugleiðingum jólasveinanna!
Við munum fara í gegnum ýmis konar fjárhagslegar hugleiðingar sem jólasveinarinir þrettán munu koma með til byggða á hverjum degi fram að jólum.

Fylgstu með og leggjum af stað þetta hátíðlega fjárhagslega ferðalag saman! 

Aftur á bloggið