Við höfum öll staðið frammi fyrir þeirri eilífu spurningu sem kemur upp þegar kvöldmatartíminn nálgast:
„Hvað á að vera í matinn?“
Til að hjálpa við að leysa þessa daglegu ráðgátu, leitaði ég til ykkar á Instagram, til að fá ykkur til að deila ykkar uppáhalds uppskrift. Ég fékk frábærar viðtökur og þakka ykkur öllum fyrir að gefa ykkur tíma til að deila þeim með mér. Hér fyrir neðan finnið þið listann yfir þá kvöldverði sem mælt var eindregið með. Þetta mun klárlega nýtast mér við að útbúa vikumatseðilinn minn því þá er ég komin með lista af skotheldum réttum sem þið hafið prófað og elskið!
En af hverju ættir þú að skipuleggja kvöldmatinn fyrirfram?
Það að skipuleggja máltíðirnar þínar fyrirfram snýst ekki bara um að fækka daglegu spurningunni "hvað er í matinnn" heldur er þetta einnig góð leið til að spara:
Það sparar tíma
Það að vita hvað þú ætlar að elda fyrirfram þýðir minni tíma í vangaveltur og meiri tíma til að njóta eldamennskunnar—eða jafnvel flýta fyrir henni! Með því að gera þér viku eða 4-5 daga matseðil og kaupa fyrirfram í matinn áttu frekar tíma í hluti sem vekja þér gleði og ánægju - eða jafnvel setjast niður með bókinni og skrá niður útgjöld síðustu daga.
Það sparar peninga
Með því að skipuleggja máltíðirnar þínar getur þú gert markvissari innkaupalista, keypt innihaldsefni í meira magni, og forðast óþarfa skyndikaup. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun, heldur teykur líkur á að þú haldir þig á þinni áætlun. Þannig eru mun líklegri að halda þig við þín fjárhagslegu markmið.
Vikumatseðill og innkaupalisti
Mér finnst mjög þægilegt að gera vikumatseðil og innkaupalista. Ég nota innkaupalistann minn í hverri viku og ykkur er velkomið að nota hann - ég mæli svo sannarlega með honum! þið finnið hann í bloggfærslunni um eyðslulausan febbrúar
Hugmyndir að kvöldverðum
Hér fyrir neðan eru uppskriftirnar sem þið deilduð með mér. Þær voru allar svo girnilegar og ég hlakka mikið til að prófa þær! :
Mangó Chutney kjúklingur hennar Evu Laufeyjar
Asískur hakkréttur frá Helgu Möggu
Kjúklingarétturinn sem býr til flugeldasýningu frá GRGS
Kjúklingarétturinn sem ber upp bónorðið frá GRGS
Taco kjúklingur frá Matargleði
Stökkur kjúklingaborgari frá GRGS
Mexikósk veisla með kjúklinga taquitos frá GRGS
Milljón dollara spaghetti frá Ljúfmeti:
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Einfaldar ofnbakaðar kjötbollur frá Ljúfmeti
Mexikönsk gríta frá Vestfirðingnum
Ég fékk innsenda uppskrift að skotheldum kvöldmat: Kjúllabringur í bitum (ca. 800 g). Krukka af rauðu pestó (150-200 g). Lítil krukka fetaostur (hafa olíuna með). Hálfur niðurskorinn pepperoniostur. Eldað í ofni á 180 í ca. 40 mínútur.
Ég fékk líka ábendingu um að allt sem væri gert af Eddi kokkur á Instagram og ég er mjög spennt að prufa þessi kjötbolluprik! Eins fékk ég ábendingu um að fylgja "Salt í grautinn" á Instagram - þar væri að finna alls kyns sniðugar uppskriftir.
Topplistinn minn
Ég vildi síðan deila mínum uppáhaldsréttum sem ég gríp alltaf til og allir á mínu heimli (og gestir) elska:
Kalkúnabollurnar hennar Helgu Möggu.
Þær eru svo mikið lostæti og henta með pastasósu og spaghetti líka. eða bara kaldar eintómar! algjört uppáhalds!!
Butter Chicken frá Ljúfmeti og naan brauð
Þessi réttur er alltaf jafn vinsæll, bæði hjá heimilisfólkinu og gestum - og vinsælt að hafa afganga í nesti. Ég slumpa yfirleitt uppskrift í naan brauðið en þetta smjör er MÖST að setja ofan á heitt naan brauðið
Fiskur í okkar sósu frá Ljúfmeti
Þennan fiskrétt prófuðum við í síðustu viku og hann er ÆÐISLEGUR!
Nautahakksrúlla með beikoni og eplum frá Eldhússögum
Ótrúlega góður réttur - beikonið og epli eru svo svakalega gott kombó!
Snúðarnir hennar Völlu - betri en úr bakaríi
Ekki kvöldmatur - en maður minn þetta er svo mikið lostæti!! Ef þið hafið ekki prufað þá mæli ég með að eiga þetta með helgarkaffinu.
Ég er viss um að þið náið að nýta ykkur þessar hugmyndir að kvöldverðum. Ég mæli með að skoða hvaða uppskrfitir er hægt að nýta sem best saman, hvaða innihaldsefni er hægt að nota í fleiri en einn rétt og þannig nýta hráefnin sem best.
Takk öll fyrir að deila ykkar uppáhalds uppskriftum! Ég veit ekki um ykkur en ég get ekki beðið eftir að prófa alla þessa girnilegu rétti!
Góða skemmtun við matseldina!