Listin að rækta fjárhagslega velgengni: máttur góðra venja

Listin að rækta fjárhagslega velgengni: máttur góðra venja

 Upphafið að fjárhagslegu ferðalagi hefst stundum út frá frá innblæstri eða hvatningu. Kveikjan kann að koma frá einstaklingi sem tókst að greiða niður skuldir með því að skera niður útgjöld, eða vini sem náði mikilvægu fjárhagslegu markmiði. Þessi tilvik geta verið uppruni hvatningar og hjálpað okkur til að taka fyrsta skrefið í átt að því að skoða fjárhagsvenjur okkar.

Þó að innblástur sé fræið, þá er það ræktun á góðum venjum sem sannarlega stuðlar að fjárhagslegum vexti. Að halda vel utan um útgjöldin og rýna í sín innkaup er einn liður í því ferli. Með þessu skipulagi og þessum góðu venjum verður augnabliks eldmóður að varanlegum breytingum til hins betra. 

Einn af hornsteinum góðra venja í fjármálum er að leggja hluta af tekjum þínum til hliðar í hverjum mánuði. Þessi einfalda en öfluga venja getur verið í ýmis konar tilgangi:

  1. Sparnaður: Hóflegur hluti tekna sem er lagður inn á sparnaðarreikning getur safnast upp með tíð og tíma - sem veitir um leið tilfinningu fjárhagslegs öryggis og frelsis.

  2. "Úps" sjóður: Lífið er óútreiknanlegt. Að eiga neyðarsjóð getur verið bjargvættur þegar þú stendur frammi fyrir óvæntum útgjöldum, hvort sem það er neyðartilvik eða brýnar viðgerðir á heimili.

  3. Fjárfestingar/sjóðir: Að leggja reglulega fyrir til kaupa í sjóðum eða hlutabréfum kann að geta stækkað auð þinn með tímanum. Það þarf þó að hafa í huga að kaup á hlutabréfum og í sjóðum er áhættusamari leið en hefðbundinn sparnaður en getur gefið góða raun. Það er  því gott að skoða vel og vandlega hvort þessi leið hugnist þér.

  4. Niðurgreiðsla skulda: Með því að greiða reglulega niður skuldir léttir það á skuldabyrði þinni og færir þig skrefi nær fjárhagslegri ró. Ef þú ert með fasteignalán er góð regla að ákveða þér fasta upphæð til að greiða aukalega niður lánið í hverjum mánuði. 

  5. Fjárhagsáætlun: Að halda yfirlit yfir tekjur þínar og útgjöld ásamt því að skoða hvort innkaup þín endurspegli þín fjárhagslegu markmið er lykilatriði í því að skapa sér góðar venjur. Þannig getur þú séð hverju þarf að breyta svo þú náir þínum markmiðum.

  6. Innkaup í núvitund: Við erum öll upptekin í amstri dagsins og ýmis minni innkaup ráðumst við í án þess að velta því frekar fyrir okkur. Það að meta nauðsyn þeirra og áhrif á fjárhagsleg markmið þín áður en þú kaupir getur dregið úr eyðslu. 

  7. Þekking í fjármálum: Fróðleikur um fjármál og peninga, hvort sem það eru bækur, námskeið eða umræður, getur veitt innsýn og hvatningu sem mun fínpússa fjármálavenjur þínar enn frekar.

  8. Stöðug endurskoðun markmiða: Að fylgjast með þínum fjárhagslegu markmiðum og framförum í átt að ná þeim verður þinn vegvísir og hjálpar þér á þínu fjárhagslegu ferðalagi.

Hafðu hugfast að leiðin að fjárhagslegri velgengni er ekki spretthlaup heldur maraþon, sem krefst þolinmæði, þrautseigju og dugnaðar. Kraftur góðra venja er nefnilega ótrúlegur. Þessar góðu venjur leggja ekki aðeins grunninn að því að ná fjárhagslegum markmiðum þínum heldur byggja upp aga innra með þér og þekkingu sem er nauðsynleg til að viðhalda fjárhagslegum árangri til langs tíma.

Taktu ákvörðun í dag hvaða góðu venjur þú ætlar að temja þértil að rækta þína fjárhagslegu velgengni.

Aftur á bloggið